Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

"Sky is the limit"

19.05.2017
"Sky is the limit"

Nemendur í 4. bekk tóku þátt í eTwinningverkefninu 1song2gether4joy sem Pólland/Þýskaland stjórna. Verkefnið er hliðarverkefni við samskiptaverkefnið Schoolovision. Nemendur í tíu skólum frá mismunandi löndum syngja allir sama lagið sem síðan er sett í sameiginlegt myndband. Inga Dóra tónmenntakennari og Jón Bjarni tóku lagið upp og það var síðan sent til Mareks í Póllandi sem sameinaði allar upptökurnar frá skólunum í eitt myndband. Myndir frá upptökunni er að finna í myndasafni skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband