Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sveitaferð nemenda í 3. bekk

10.05.2017
Sveitaferð nemenda í 3. bekk

Fimmtudaginn 4. maí fóru nemendur í 3. bekk í sveitaferð að Bjarteyjarsandi í Hvalfirði. Afar vel var tekið á móti hópnum sem átti góðar stundir í einstaklega góðu veðri. Þeir fengu að heimsækja fjárhúsið þar sem sjá mátti m.a. kindur, lömb, geitur, svín, hunda og hesta. Einnig var farið í fjöruna þar sem buslað var í sjónum. Í hádeginu voru snæddar grillaðar pylsur sem runnu ljúflega niður í sólinni. Ferðin heppnaðist vel í alla staði og voru nemendur til fyrirmyndar. Myndir frá ferðinni eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband