Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hjálmar og fánar

19.04.2017
Hjálmar og fánar

Félagar úr Kiwanishreyfingunni í Garðabæ færðu nemendum í fyrsta bekk reiðhjólahjálma að gjöf en það hafa þeir gert árlega í allmörg ár eða í 11 ár. Hreyfingin ásamt Eimskip standa sameiginlega að þessu átaki og er markmiðið að stuðla að umferðaröryggi yngstu reiðhjólakappanna. Eru þeim færðar hinar bestu þakkir fyrir.

Nemendur í 2. bekk fengu einnig sendingu frá skátunum en það var íslenski fáninn en gjöfin gaf tilefni til að ræða um fánann okkar við nemendur, hvað hann stendur fyrir og hvaða reglum þarf að fylgja við notkun hans. Einnig fengu nemendur fræðslu um skátahreyfinguna í Garðabæ, en hér er heimasíða Vífils en svo nefnist skátafélagið í Garðabæ.. Myndir frá afhendingu hjálmanna eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband