Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bæjarból skoðar ungana

28.03.2017
Bæjarból skoðar ungana

Börn frá Bæjarbóli komu í heimsókn í morgun til að skoða ungana okkar. Þau fengu að klappa þeim og finna hve mjúkir og heitir þeir voru. Búið er að gefa ungunum nöfn en það gerðu nemendur í 2. bekk og eru nöfnin sérlega skemmtileg eins og Sítróna, Guðmundur, Vala, Sandra, Búbbla, Líf, Sæta spæta og Dúlla. Viktun gengur vel, nemendur í hverjum bekk skiptast á að mæla ungana og skrá niður hve mörg grömm hver þeirra er og hve mikið þeir þyngjast á hverjum degi.

       
         
Til baka
English
Hafðu samband