Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Björt og jólasveinarnir

29.11.2016
Björt og jólasveinarnir

Yngstu nemendur skólans fengu skemmtilega heimsókn í morgun. Þórdís Arnljótsdóttir leikari kom og sagði þeim sögu af Björtu og jólasveinunum í tilefni af komu jólanna. Hún heillaði börnin alveg með leik sínum og sögu og hún kenndi þeim mörg skemmtileg orð eins og sauðalitir, gæra, sauðskinnskór o.fl. gömul og gild orð. Það er greinilegt á myndunum sem teknar voru af börnunum að þau höfðu gaman af þessari uppákomu og myndir eru komnar myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband