Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Slökkviliðið heimsækir 3. bekk

25.11.2016
Slökkviliðið heimsækir 3. bekk

Nýlega komu félagar úr slökkviliðinu í heimsókn til nemenda í 3. bekk með tækjabíl og sjúkrabíl og fræddu nemendur um starfsemi sína og sýndu þeim tól og tæki sem þeir nota í vinnunni. Þeir nefndu m.a. hve mikilvægt það væri að vera með hjálm þegar verið væri að hjóla. Í tækjabílnum voru ýmis skrýtin tæki sem nemendur fengu að skoða og fræðast um, m.a. voru þar klippur sem notaðar eru til að klippa sundur bílflak sem hefur lent í óhappi og það þarf að ná út fólki.  Myndir frá heimsókninni eru komnar í myndasafn skólans og má þar sjá hve áhugasamir nemendurnir eru.

Til baka
English
Hafðu samband