Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðalfundur foreldrafélagsins

12.10.2016

Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn þriðjudaginn 20.9.2016 kl. 17:30 í sal skólans. Til fundarins var boðað samkvæmt lögum félagsins.
Sjö foreldrar mættu auk stjórnarmanna og skólastjóra. Mynduðust góðar óformlegar umræður um tilvist foreldrafélagsins, þátttöku foreldra og hvernig best sé að haga starfinu. Að tillögu skólastjóra var ákveðið að boða til framhaldsaðalfundar og freista þess að fá fleiri foreldra til að koma á fundinn þar sem mæting 7 foreldra af hálfu um 520 barna þótti heldur slök. Fundi var því frestað.
Framhaldsaðalfundur var haldinn miðvikudaginn 28.9 kl. 20:00 í sal skólans. Mæting var mun betri og mættu 24 foreldrar auk þriggja stjórnarmanna, formaður stjórnarinnar hætti störfum í vor þar sem barn viðkomandi lauk veru sinni í Flataskóla á þeim tíma.
Til baka
English
Hafðu samband