Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókaverðlaun barnanna

06.06.2016
Bókaverðlaun barnanna

Árlega tilnefna börn á aldrinum sex til tólf ára bestu barnabækur ársins. Tilnefningarnar fara fram á heimasíðu Borgarbókasafns og í grunnskólum og bókasöfnum um allt land. Veitt eru verðlaun fyrir eina frumsamda bók og aðra þýdda og fá höfundur og þýðandi þeirra bóka sem hljóta flest atkvæði að sjálfsögðu verðlaun. Í samverunni í morgun var sagt frá því hvaða bækur hlutu flestar viðurkenningar í skólanum og á bókasafni Garðabæjar. Að því tilefni hlutu tveir nemendur úr Flataskóla bókaviðurkenningu, en þeir voru svo lánsamir að vera dregnir úr hópi nemenda allra skólanna í Garðabæ. Þetta voru þau Dagur Óli í 2. bekk og Birta Dís í 6. bekk. Bækurnar sem voru efstar á vinsælarlistanum í Flataskóla voru: Mamma klikk, Leyndarmál Lindu, Þín eigin þjóðsaga og Dúkka. Þær sem voru efstar hjá nemendum allra skólanna voru: Mamma klikk, Leyndarmál Lindu og Skósveinarnir.  Þá var sungið fyrir afmælisbörnin sem áttu afmæli í maí s.l. Allir komu upp á sviðið og fengu afmælissönginn.

Við afhendingu bókaviðurkenninganna.

Sungið fyrir maí-afmælisbörnin

í morgunsaverunni. 

Til baka
English
Hafðu samband