Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátak Ævars

04.03.2016
Lestrarátak Ævars

Flataskóli tók þátt í lestrarátaki Ævars síðustu tvo mánuði. Nemendur í öllum bekkjum tóku þátt í átakinu og voru lesnar um 1300 bækur. Fyrsti bekkur var duglegastur að lesa af öllum árgöngunum og las flestar bækurnar. Dregin voru út 5 nöfn sem fengu bókaverðlaun og voru það Steinar í 1. bekk, Steindís í 2. bekk, Júlía í 6. bekk, Emelía í 5. bekk og Kristján í 5. bekk. Hægt er að lesa frekar um átakið á heimasíðu Ævars vísindamanns.

 

Til baka
English
Hafðu samband