Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaþing

26.02.2016
Skólaþing

Þessa vikuna hafa verið haldin skólaþing með nemendum í öllum árgöngum þar sem þeir fá að segja skoðun sína á skólastarfinu. Skólaþing eru haldin tvisvar yfir veturinn eitt á hvorri önn. Markmið með þeim er að nemendur þjálfist í að ræða ýmis mál, læri að koma skoðunum sínum á framfæri og virða skoðanir annarra. Skólastjórnendur hafa stýrt umræðum og margt hefur borið á góma. Nemendur sitja ásamt kennurum og stjórnendum í hring í hátíðarsalnum og mega segja það sem þeim liggur á hjarta og sýna áhuga á því með því að rétta upp hönd. Meðal annars hefur verið rætt um líðan nemenda, skólamatinn, frímínútur, notkun síma, inniveru, skíðaferðir, flatóvision, hamingjuna, kennslu og nám. Það er greinilegt að nemendur hafa áhuga á því að fá að segja skoðun sína á skólastarfinu og gott að fá að heyra þeirra vangaveltur og hvað þeim liggur á hjarta. Þessi aðferð við að skoða huga nemenda hefur gefist vel og er leitast við að koma til móts við þá á einn eða annan hátt eins og hægt er. Oft eru nemendur ekki sáttir við niðurstöðuna en þeir fá þó rökstuðing af hverju það er ekki hægt að breyta eða gera hlutina öðruvísi en þeir eru.

 
   
Til baka
English
Hafðu samband