Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skype-fundur hjá 2. bekk

29.01.2016
Skype-fundur hjá 2. bekk

Nemendur í 2. bekk hittu nemendur á Ítalíu í morgun á Skypefundi, en þeir eru í samstarfsverkefni með þeim á samskiptavefnum eTwinning og eru að skrifa sögur og teikna myndir til að búa til bók. Verkefnið heitir "Segðu mér sögu" eða "What's is your story" og eru sögurnar að birtast á svæði eTwinning þessa dagana. Nemendur spjölluðu saman á fundinum og sungu hverjir fyrir aðra og var þetta skemmtileg tilbreyting í skólastarfinu.

Hér fyrir neðan eru myndbönd frá fundinum. Einnig eru komnar myndir í myndasafn skólans frá fundinum sem fram fór í skólastofunni hjá Írisi.

Song from Italy from Kolbrún Hjaltadóttir on Vimeo.

Til baka
English
Hafðu samband