Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rithöfundur les fyrir 7. bekk

10.12.2015
Rithöfundur les fyrir 7. bekk

Guðni Líndal Benediktsson, rithöfundur kom í heimsókn með nýútkomna bók sína í morgun og las fyrir nemendur í 7. bekk. Bókin heitir Stærsta ævintýri ársins, "Leyndardómur erfingjans". Nemendur hlustuðu áhugasamir og spurðu margs eftir lesturinn og hafði Guðni á orði að hann hefði ekki lesið áður fyrir svona stillta nemendur og hrósaði þeim í hástert. Það er alltaf gaman að fá svona skemmtilegar athugasemdir um nemendur skólans. 

 
Til baka
English
Hafðu samband