Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fiskur úr Vífilsstaðavatni

12.10.2015
Fiskur úr Vífilsstaðavatni

Í síðustu vettvangsferð 7. bekkja upp að Vífilsstaðavatni duttu nemendur í lukkupottinn og fengu nýveidda urriða og bleikjur með sér heim í skólann. Þeir nemendur sem vildu elda fiskana og borða þá áttu síðan góðar stundir saman í heimilisfræðistofunni þar sem þeir gerðu að fisknum, flökuðu og steiktu hann eftir uppskrift sem Iðunn kom með.
Flökin voru skorin í nokkra bita, hveiti sett á disk, piprað og saltð vel, fiskbitunum var síðan velt upp úr hveitiblöndunni og þeir steiktir í smjöri á pönnu. Þegar fiskurinn var nærri tilbúinn var smávegis af rjóma hellt yfir hann. Þetta var borið fram með hrísgrjónum og góðu skapi.
Myndir eru komnar í myndasafn 7.bekkja. 

Til baka
English
Hafðu samband