Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gjörhygli í 6. bekk

05.10.2015
Gjörhygli í 6. bekk

Nemendur í 6.bekk fá einu sinni í viku gjörhygli á stundaskrána sína.Tímarnir eru byggðir upp á einföldum jógaæfingum til að tengja saman hug og líkama. Þeir fara í gegnum öndunar- og teygjuæfingar og enda tímann á slökun þar sem þau nota öndun og hugann til að öðlast hugarró  og einbeita sér að stað og stund sem er núna. Nemendur hafa verið einstaklega jákvæðir og tilbúnir til þess að taka á móti þessari nýjung hjá okkur.

Helstu markmið með tímunum eru að nemendur:

  • tengi saman líkama, hug og sál
  • tileinki sér jákvætt hugarfar
  • geti verið í núinu, gleymt stund og stað og slakað á
  • læri að tileinka sér öndun sem hluta af slökun, hugarró
  • læri að útiloka neikvæðar tilfinningar og hugsanir

Ljósmyndari leit við í tíma hjá Lindu og krökkunum og fangaði eftirfarandi augnablik sem sjá má í myndabandinu hér fyrir neðan.

Til baka
English
Hafðu samband