Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera í umsjón 2. bekkinga

30.09.2015
Morgunsamvera í umsjón 2. bekkinga

Annar bekkur sá um morgunsamveruna í morgun í hátíðarsal skólans. Þeir kynntu sköruglega atriðin sem voru þessi: frumsaminn dans, karate, sagðir nokkrir brandarar og meiri dans. Allt fór þetta vel fram og áhorfendur voru flottir eins og ævinlega. Nokkrir foreldrar litu einnig við og var gaman að sjá þá og fá í heimsókn. Myndir frá samverunni eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband