Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðstoð við heimanám á bókasafni Garðabæjar

25.09.2015
Aðstoð við heimanám á bókasafni GarðabæjarHeimanámsaðstoð fyrir grunnskólakrakka þeim að kostnaðarlausu alla fimmtudaga milli klukkan 15-17 á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7.
Heimanámsaðstoðin er samstarfsverkefni Bókasafns Garðabæjar og Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ og felst í því að veita grunnskólanemendum aðstoð við lestur og allt heimanám. 
Heimanámsaðstoðin er einu sinni í viku á fimmtudögum milli kl. 15-17 á lesstofu bókasafnsins. Nemendur mæta með námsgögnin sín og eru sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins til staðar til að leiðbeina nemendum. Á haustönn er tímabilið frá 24. september til 10. desember og á vorönn 14. janúar til 19. maí.
Til baka
English
Hafðu samband