Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5. bekkur - morgunsamvera

24.09.2015
5. bekkur - morgunsamvera

Nú hafa 5. bekkir séð um morgunsamveru en sú hefð hefur skapast að á miðvikudögum fá nemendur að skipuleggja dagskrána og koma fram með ýmislegt sem þeim finnst skemmtilegt. Að þessu sinni var á dagskrá dans, söngur, leikir, brandarar sagðir og fleira skemmtilegt. Var ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér hið besta og það var gaman að sjá hve margir foreldrar sáu sér fært að líta við og taka þátt í þessu með nemendum. Myndir eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband