Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1. bekkur með morgunsamveruna

29.05.2015
1. bekkur með morgunsamveruna

Nemendur í fyrsta bekk sáu um samveruna í morgun. Að venju var þar margt skemmtilegt á dagskrá, t.d. sögðu nemendur Hafnarfjarðarbrandara og gátur, tveir nemendur spiluðu annars vegar á flautu og hins vegar á selló og dansaður var dans undir umsjón 7. bekkja sem höfðu séð um að kenna þeim danssporin. Jón Bjarni spilaði undir hjá nemendum í lokin þegar þeir sugu tvö lög fyrir okkur. Nemendur kynntu dagskrána skörulega í hljóðnema og vafðist það ekki á nokkurn hátt fyrir þeim. Fjöldi gesta var mættur til að fylgjast með og vera í klappliðinu.

Myndir frá samverunni er að finna í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband