Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lionshlaupið 2015

15.05.2015
Lionshlaupið 2015

Hið árlega Lionshlaup fór fram miðvikudaginn 13. maí s.l. þá komu Lions-félagar í heimsókn. Að venju voru það fimmtu bekkingar sem mættu til leiks. Áður en hlaupið fór fram ávarpaði Daníel Laxdal íþróttamaður Garðabæjar 2014 nemendur í hátíðarsal skólans og ræddi um lífsstíl og venjur og hvernig hann hefði náð þessum árangri í lífinu. Hlaupið fór síðan fram á íþróttavellinum utan við skólann og var nemendum skipt í sex hópa, gulur, rauður, grænn, blár, brúnn og hvítur sem kepptu innbyrðis í boðhlaupi. Hlutskarpastur varð hvíti hópurinn en ekki mátti miklu muna. Allir lögðu sig fram eftir bestu getu og veðrið lék við okkur að þessu sinni, þótt örlítið væri kalt í veðri þá var gott að hafa sólina. Myndir er hægt að skoða í myndasafni skólans.

 


 
   
Til baka
English
Hafðu samband