Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

6. bekkur í skálaferð

22.04.2015
6. bekkur í skálaferð

Krakkarnir í 6. bekk fóru í Bláfjöll í síðustu viku og dvöldu í skála yfir eina nótt. Lagt var af stað seinni part fimmtudags og komið til baka um miðjan dag á föstudegi. Gist var í Breiðabliksskálanum. Ferðin átti fyrst og fremst að vera skíðaferð en lítið varð af þeirri iðkun þar sem veðrið var ekki hagstætt og allar lyftur á skíðasvæðinu lokaðar. Sumir létu það þó ekki stoppa sig og renndu sér nokkrar ferðir í brekkunum. Krakkarnir tóku þessu af æðruleysi og jákvæðni og notuðu tímann sem ekki var hægt að vera úti við í að spila, spjalla. Um kvöldið var svo kvöldvaka með leikjum og glímdu krakkarnir við ýmis konar þrautir ásamt því að sýna hæfileika sína á mörgum sviðum. Þrátt fyrir að krakkarnir gátu lítið farið á skíði var ferðin vel heppnuð og allir komu glaðir en þreyttir heim. Myndir frá ferðinni eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband