Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tilraun í 6. bekk

27.03.2015
Tilraun í 6. bekk

Nokkrir vísindamenn komu til okkar í vetur og fræddu nemendur í sjötta bekk um verðurfar, hafstrauma, náttúrufar á heimskautunum og líf og starf vísindamanna sem tengjast rannsóknarstörfum á þessum sviðum. Í síðustu viku var svo gerð tilraun með hvaða áhrif það hefur á umhverfið þegar ís bráðnar. Sett voru upp tvö líkan, annars vegar hvað gerist þegar hafís bráðnar og hins vegar þegar jökull bráðnar. Notuð var spjaldtölva og smáforritið "imotion" til að taka myndband af bráðnuninni. Teknar voru myndir með 30 sek. millibili og afraksturinn má sjá á myndbandinu hér fyrir neðan. Hin myndböndin tengjast þessu verkefni einnig en þar má sjá heimsókn Guðfinnu og teikningar sem nemendur unnu eftir heimsókn hennar. Neðst er hreyfimynd sem sýnir hvað getur gerst ef/þegar Grænlandsjökull bráðnar.

             

        
Til baka
English
Hafðu samband