Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stærðfræðivefurinn Mathletics

20.03.2015
Stærðfræðivefurinn Mathletics

Nemendur í 2. til 7. bekk fá að glíma við stærðfræðiþrautir á vefnum Mathletics í tvær vikur. Þarna er að finna fjöldan allan af skemmtilegum verkefnum sem reyna á fjölbreyttan hátt á nemendur í stærðfræði. Það er skemmtileg tilbreyting og hvetjandi að fá að glíma við annars konar verkefni en er að finna í námsbókunum og kunna nemendur svo sannarlega að meta það. Allir hafa fengið aðgangsorð sem gildir til 24. mars og hægt er að vinna hvar sem er ef aðgangur er á tölvu eða spjaldtölvu (það þarf að hlaða niður smáforritinu á spjöldin). Margir kennarar hafa sent lykilorðin heim til foreldra til að fá þá með í að hvetja nemendur til að fara sem oftast inn á vefinn og æfa sig. 

 


 
   
Til baka
English
Hafðu samband