Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Veðurfræðingur í heimsókn

05.03.2015
Veðurfræðingur í heimsókn

Veðurfræðingurinn Þór Jakobsson kom í heimsókn til nemenda í 6. bekk í gærmorgun og sagði þeim frá veðrinu á jörðinni. Hann sýndi nemendum flottar myndir og kort af veðrabrigðum jarðarinnar. Hann útskýrði hæðir og lægðir, þrýstilínur, hafstrauma og hvernig þeir hafa áhrif á veðrið. Hann fór mjög vel í hafísinn og sýndi flottar myndir frá Grænlandi. Hann endaði svo á að sýna krökkunum veðurmyndband. Krakkarnir voru góðir hlustendur eins og endranær og spurðu Þór margra spurninga sem vöknuðu við frásögn hans. Þór var ánægður með móttökur krakkanna og fannst þeir kurteisir og áhugasamir. Myndir eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband