Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaþemað í ár

08.12.2014
Jólaþemað í ár

Tveggja daga jólaþema "Látum gott af okkur leiða" hófst í gær þar sem nemendur með aðstoð starfsfólks bjuggu til ýmislegt tengt jólunum til að setja á jólamarkað í anddyri skólans á fimmtudagsmorguninn, en markaðurinn verður opinn milli 8:30 og 12:30. Afraksturinn fer til styrktar einhverju verkefni sem verður ákveðið í morgunsamverunni á morgun. Það sem nemendur og starfsfólk hafa meðal annars verið að fást við þessa tvo daga er: að búa til jólakort, kókóskúlur, gifssnjókarla, þæfða jólaljósaseríu og hálsmen úr þæfðum ullarkúlum, jólatré úr pappír og tré, baka smákökur, að perla jólamyndir, að búa til snjókarla úr sokkum og að mála tréjólasveina. Myndir frá þemadögunum er að finna í myndasafni skólans og tala þær sínu máli. Mikil vinnugleði ríkti í öllum skólanum og var gaman að sjá hve allir voru duglegir að vinna að þessu verkefni enda gefandi og í anda jólanna að sinna þeim sem hjálparþurfi eru. 

 


 
   

 

Til baka
English
Hafðu samband