Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kennarar heimsækja Spán

03.12.2014
Kennarar heimsækja Spán

Þrír kennarar úr Flataskóla fóru til Spánar í síðustu viku í tengslum við Comeníusarverkefnið "Lively outdoor learning" eða Gaman að læra úti, en verkefnið er á öðru og seinna ári og því lýkur í vor. Skólinn sem þeir heimsóttu er á Suður Spáni nálægt Algeciriu í bæ sem heitir Pelayo. Sjö lönd taka þátt í þessu verkefni þar sem aðalmarkmiðið er að vinna verkefni utan dyra. Skólinn sem heimsóttur var að þessu sinni er með tæplega 80 nemendur á aldrinum 3 til 12 ára. Heimsóknin þótti vel heppnuð og voru kennararnir afar ánægðir með hana og allt það sem þeir fengu að taka þátt í.  Þeir lærðu flammingó dans og fylgdust með kennslu í fjórum bekkjum og þótti þeim sérlega eftirtektarvert að sjá hve samband milli kennara og nemenda var fallegt og notalegt. Þeim var svo kynntur þjóðarréttur Spánverja eða "paella" sem er pönnuréttur með sjávardýrum og fleira góðgæti. Það var margt fróðlegt og nýstárlegt sem kennararnir komu með í farteskinu úr þessari heimsókn og  þeir eiga örugglega eftir að nota margt af því sjálfir og kynna fyrir þeim sem ekki fóru.  Það er almennt álit að það sé ómetanlegt fyrir kennara að fá að fara í svona námsferðir og kynna sér það sem félagar þeirra eru að sýsla með annars staðar í Evrópu. Hægt er að kynna sér frekar verkefnið á hér á vefsíðu skólans.  Hér er vefsíða verkefnisins.

 


 
Til baka
English
Hafðu samband