Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lionsfélagar í heimsókn

20.11.2014
Lionsfélagar í heimsókn

Í gær fengu nemendur í 2. bekk Lionskonur í heimsókn. Þær komu með myndarlega bók með sér sem þeir deildu út til nemenda og báðu þá jafnframt um að taka að sér hlutverk brunavarða á heimili þeirra. Í bókinni var hægt að merkja við ýmislegt sem nemendur áttu að athuga heima en einnig var hægt að lita myndir, leysa þrautir og gefnar voru hugmyndir að föndri. Víst er að nemendur taka þetta hlutverk sitt alvarlega því þeir hlustuðu með athygli á það sem sagt var. Myndir frá heimsókninni er hægt að skoða í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband