Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera í umsjón 4 og 5 ára nemenda

12.11.2014
Morgunsamvera í umsjón 4 og 5 ára nemenda

Í morgun sáu 4 og 5 ára nemendur um morgunsamveruna ásamt starfsfólki bekkjarins. Nemendur í 7. bekk aðstoðuðu við að búa til dansa en dansað var eftir Barbie og Frozen lögunum og strákarnir tóku "Enga Fordóma" lagið með stæl og nokkrir þeirra "breikuðu" á sviðinu. Að lokum tóku börnin lagið fyrir áheyrendur í salnum en fjöldi foreldra kom að þessu tilefni í heimsókn til að fylgjast með. Myndir eru komnar í myndasafni skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband