Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinavika

04.11.2014
Vinavika

Mánudaginn 3. nóv hófst vinavika í Flataskóla og að því tilefni hittast nemendur í vinabekkjunum og vinna saman að ýmsum verkefnum. Nemendur í 7. bekk hittu vini sína í 4 og 5 ára bekk. Þeir unnu að vinaregnboga sem var búinn til úr myndum af höndum þeirra. Inn í hverja hönd skrifuðu þau falleg og vinaleg orð og skreyttu á margvíslegan hátt. Vinaregnboginn er fyrir framan stofurnar á vesturgangi í 7.bekk.  Þetta er flott verkefni þar sem greinilega sköpuðust mörg vinasambönd. Myndir eru í myndasafni skólanshér og hér.

Til baka
English
Hafðu samband