Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir frá 3. bekk

23.10.2014
Fréttir frá 3. bekk

Nemendur í 3. bekk fóru í fjöruferð með 2. bekk í tengslum við verkefnið um hafið. Farið var í fjöruna við Sjálandsskóla og þar fundu nemendur ýmislegt s.s. krabba, skeljar, marflær og fleira. Krakkarnir fundu líka flöskuskeyti í fjörunni sem var lesið og haft var samband við sendandann til að láta vita að skeytið hans hafi fundist. Nemendur unnu verkefnið um hafið í hringekju með nemendum í 2. bekk og er það sett upp sem val með 2. bekk á fimmtudögum. Þá skruppu nemendur út í góða verðrið til að vinna stærðfræðiverkefni sem var að þessu sinni tengt tölfræði. Allir fengu sér sæti á gangstéttinni við Vífilsstaðaveg og merktu við hvernig bílarnir voru á litinn sem fóru framhjá. Síðan voru niðurstöður settar í súlurit og unnið frekar með það inni í skólastofunni. 

Myndir frá 3. bekk eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband