Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Laust starf við leikskóladeild

20.10.2014
Laust starf við leikskóladeild

Vegna fjölgunar nemenda í 4 og 5 ára bekk vantar leikskólakennara eða leiðbeinanda í 50% starf frá klukkan 13:00-17:00.
Flataskóli hefur í meira en 50 ár sérhæft sig í kennslu barna á aldrinum 6-12 ára. Síðastliðin tvö ár hefur verið starfrækt sérstök leikskóladeild við skólann fyrir fimm ára gömul börn. Nú í vetur bættust fjögurra ára börn í hópinn. Flataskóli er fámennur skóli þar sem unnið er af miklum metnaði og áhersla lögð á notalegt andrúmsloft, umhyggju og góðan árangur. Í leikskóladeildinni er lögð áhersla á að „nám er leikur“. Í gegnum leikinn er fengist við lestrarnám, stærðfræði, náttúrufræði, list- og verkgreinar, vísindi, félagslega hæfni og skapandi viðfangsefni. Áhersla er lögð á markvisst útinám og hreyfingu. Umsóknarfrestur er til 30. október 2014 og sótt er um á ráðningarvef GarðabæjarNánari upplýsingar um starfið er hægt að lesa hér.

 

Til baka
English
Hafðu samband