Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norræna skólahlaupið

10.10.2014
Norræna skólahlaupið

Í morgun tóku nemendur í 2. til 7. bekk þátt í Norræna skólahlaupinu en þetta er þrítugasta árið sem hlaupið fer frá á Íslandi, það fór fyrst fram 1984. Allir grunnskólar á Norðurlöndum geta tekið þátt í því á hverju hausti. Markmið með Norræna skólahlaupinu er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Einnig að kynna fyrir þeim skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Þátttakendur gátu valið hve langt þeir hlupu þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Nokkrir nemendur voru mjög kappsfullir og hlupu marga 2,5 km hringi en aðrir létu nægja einn. Hægt er að lesa frekar um hlaupið á vefsíðu íþrótta- og ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ).  Myndir frá hlaupinu eru í myndasafni skólans.

    

Til baka
English
Hafðu samband