Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Yngstu nemendur í Hörpu

30.04.2014
Yngstu nemendur í Hörpu

Þriðjudaginn 29. apríl fóru nemendur í 5 ára bekk og 1. bekk í Hörpu að sjá ævintýrið "Maxímús Músíkús kætist í kór". Áður en nemendur fóru á tónleikana voru þeir búnir að föndra og skreyta Maxímús kórónur og var því litríkur og flottur hópur sem heimsótti Hörpu. Í þessu ævintýri kynntist Maxímús Músíkrús börnum sem höfðu yndi af því að dansa. Hann varð himinlifandi þegar tónlistarhúsið fylltist af ungum dönsurum því honum finnst svo gaman að dilla sér í takt við tónlistina. Þarna voru flutt þekkt tónlistarverk m.a. eftir Tsjajkofskí, Ravel og Jórunni Viðar. Þetta var ótrúlega flott sýning með skemmtilega sögu um Maxímús, undurfagra tóna frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og fagrar raddir barnakóra.

Myndir frá ferðinni eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband