Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðilega páska

11.04.2014
Gleðilega páska

Mikið hefur verið að gera hjá 2. bekk í vikunni því þeir fengu það hlutverk að hugsa um páskaungana tíu sem komu í heimsókn á mánudaginn. Daglega hafa nemendur viktað þá og skráð hjá sér breytingarnar. Einnig gáfu þeir ungunum flott nöfn eins og Gylfi, Nelson, Tigrí, Valtur, Dagur, Randa, Snúður, Hnoðri, Draumur og Flipper. Skemmtilegar athugasemdir um ungana heyrðust við hitakassann á ganginum eins og hver væri léttastur, hver hefði þyngst mest, hver væri latastur og af hverju þeir væru svona mismunandi á litinn o.s.frv.

Í dag er síðasti kennsludagur fyrir páskafrí en skólastarf hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. apríl.

Hér er myndasyrpa sem tekin var af nemendum þegar þeir voru að vikta og skrá upplýsingar.

   
   



Til baka
English
Hafðu samband