Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Páskaungar

07.04.2014
Páskaungar

Í morgun komu tíu nýútklaktir páskaungar í hitakassann okkar fyrir utan bókasafnið. Ríkti mikil eftirvænting hjá nemendum að fá þá í heimsókn og sjá þá dafna hjá okkur. Ungarnir koma frá bæ á Hvalfjarðarströnd og höfum við fengið frá honum unga árlega í nokkur ár.  Þetta eru marglita ungar af íslensku kyni sem 2. bekkur fær að hugsa um. Þeir gefa þeim nafn, vikta þá daglega og skrá hjá sér ásamt því að fylgjast með þroska þeirra. 

Myndir af komu þeirra eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband