Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaþing yngri deilda

26.02.2014
Skólaþing yngri deilda

Skólaþing yngri deilda var haldið í vikunni í hátíðarsal skólans með öllum kennurum, skólastjóra, námsráðgjafa og nemendum í 5 ára bekk, og 1. - 3. bekk. Nemendur sitja í hring í salnum og gefa merki með hendinni ef þeir vilja leggja eitthvað til málanna. Margt bar á góma eins og frímínútur.  Sumir voru einmana í fímínútum og höfðu engan til að leika sér við. Þeim fannst stóru krakkarnir frekir á Battavellina og ákveðið var að búa til stundatöflu um hver ætti að vera á völlunum hverju sinni. Rödd nemandans heyrist þarna og er von okkar að þeim finnist að hlustað sé á sig. Reynt er að koma til móts við þarfir þeirra og óskir eins og hægt er. Fleiri myndir eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband