Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eðlisfræði í 6. bekk

14.02.2014
Eðlisfræði í 6. bekk

Undanfarið hafa nemendur 6. bekkja verið að læra um krafta í eðlisfræði. Unnin voru mörg skemmtileg verkefni, fóru nemendur og kennarar meðal annars út á völl í reiptog og reyndu á kraftana þar. Einnig hafa verið unnar tilraunir með lyftikraft og flotkraft og þá voru búnar til bréfaskutlur sem fengu að svífa um skólann og skólalóðina og reynt var að láta ýmis konar dót fljóta í og á vatni. Myndir er hægt að skoða í myndasafni skólans undir skutlukeppni og náttúrufræði. 

 

Til baka
English
Hafðu samband