Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gönguferð í stað skíðaferðar

12.02.2014
Gönguferð í stað skíðaferðar

Í gær áttu 180 nemendur að fara upp í Bláfjöll á skíði. Veður var gott á höfuðborgarsvæðinu en ófært var til fjalla sökum hvassviðris svo blása þurfti ferðina af strax um morguninn þegar nemendur komu í skólann.  Þar sem allir voru klæddir til útiveru og útbúnir með fjallanesti var ákveðið að fara með hópinn í gönguferð um næsta nágrenni og taka nestið með, enda gott ráð til að hreyfa sig þar sem allir eru að taka þátt í lífshlaupinu. Þrátt fyrir hálkuna komu allir óslasaðir heim aftur og
með rjóðar kinnar. Myndir er hægt að skoða í myndasafni skólans.

    

Til baka
English
Hafðu samband