Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn vegna Comeníusarverkefnis

10.02.2014
Heimsókn vegna Comeníusarverkefnis

Við fengum heimsókn frá Bretlandi í síðustu viku. Þetta var fjögurra manna hópur frá "Southend on See" en Garðabær hefur tekið upp samstarf við þetta sveitarfélag. Skóladeildin ásamt grunnskólum Garðabæjar eru nú orðnir þátttakendur í sameiginlegu Comeniusarverkefni um skólaþróun. Með erlendu gestunum komu fulltrúar skóladeildar Garðabæjar. Gestirnir dvöldu hér í rúma tvo klukkutíma. Dagskráin hófst í hátíðarsalnum þar sem nemendur í 5. bekk spiluðu lagið „Get Lucky“ sem þeir fluttu í síðustu morgunsamveru. Þaðan var farið um allan skólann og bekkirnir heimsóttir hver af öðrum. 4.bekkur sagði frá eTwinning verkefninu sínu, ERC eða Evrópsku keðjunni og 7. bekkur kynnti Flatóvision/Schoolovision sem er núna að fara af stað í 6. sinn. Göngunni lauk svo með að gestunum var boðið í mat af nemendum í 5.bekk sem elduðu gómsætan hádegisrétt undir handleiðslu Helgu Sigríðar. 

Til baka
English
Hafðu samband