Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

eTwinning verkefnið ECR

22.01.2014
eTwinning verkefnið ECR

Fjórði bekkur tekur þátt í eTwinning verkefninu ECR eða Evrópsku keðjunni og er það núna í fjórða sinn. Það er aldrei sami bekkurinn sem vinnur verkefnið ár eftir ár. Verkefnið felst í því að útbúa kynningu/myndband með nemendum sem taka þátt og setja það á sameiginlega bloggsíðu. Síðan vinna nemendur og kennarar í sameiningu að því að búa til frumlega og skemmtilega keðju úr margvíslegu efni þar sem þeir reyna að láta upprunalega kraftinn haldast út alla keðjuna sem getur nú verið ansi erfitt. Hægt er að lesa um verkefnið hér á vefsíðunni okkar og sjá hvernig tekist hefur til.

Svo er keppni í gangi hversu oft myndbandið er skoðað og þess vegna hvetjum við alla til að fara inn á slóðina og skoða það og hvetja aðra til þess líka.  Hægt er að fara hér á bloggsíðu vefefnisins.  Myndir er hægt að skoða í myndasafni skólans.

    

Til baka
English
Hafðu samband