Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Slökkviliðið heimsótti 3. bekk

29.11.2013
Slökkviliðið heimsótti 3. bekk

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom í heimsókn til nemenda í 3. bekk á mánudaginn og var það í tengslum við árlega eldvarnarviku. Við fengum fræðslu um hvernig bregðast ætti við ef kviknaði í og hvert ætti þá að hringja. Nemendur fengu bókina um Loga og Glóð. Þeir tóku einnig þátt í getraun og fengu allir lítið vasaljós þegar þeir skiluðu henni. Lausnirnar eru svo sendar í Landsamband slökkviliðsmanna þar sem einn vinningshafi er dreginn út. Að lokum fengu nemendur að skoða sjúkrabílinn og slökkviliðsbílinn sem stóð úti á skólalóðinni og það þótti þeim mjög gaman. 

Til baka
English
Hafðu samband