Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5. bekkur flutti söngleikinn Hljómhýru

29.11.2013
5. bekkur flutti söngleikinn Hljómhýru

Í morgun fluttu nemendur í fimmta bekk söngleikinn Hljómhýru fyrir alla nemendur skólans og svo öðru sinni fyrir leikskóla bæjarins  og 5. bekkja nemendur í nágrannaskólunum seinna um morguninn. Þetta er söngleikur eftir Brynju Sif Skúladóttur, Elínu Maríu Björnsdóttur og Hrafnkel Pálmarsson. Handrit og söngtextar eru eftir Brynju og Hrafnkel. Hljómhýra er álfaland þar sem allir tónar heimsins verða til. Prinsessan Pýrólía sest við gamla eikartréð á hverjum degi og býr til nýja fallega tóna. En ekki fer allt eins og ætlað er þegar Fokillur tónafjandi kemur til sögunnar. En til að gefa þeim ekki gátu komist á söngleikinn í dag kost á að sjá og hlusta á hann er myndband hér fyrir neðan. Gjörið þið svo vel.

 

 
Til baka
English
Hafðu samband