Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Slökkviliðið heimsótti 5 ára bekkinn

25.11.2013
Slökkviliðið heimsótti 5 ára bekkinn

Í síðustu viku voru krakkarnir í 5 ára bekk svo heppin að fá heimsókn frá slökkviliðinu. Farið var yfir mikilvæg atriði varðandi eld, hvernig hægt er að slökkva hann og hve mikilvægu hlutverki reykskynjarar gegna. Neyðarnúmerið 1-1-2 var einnig rætt og farið yfir hvernig gott er að muna það (einn munnur, eitt nef og tvö augu). Slökkviliðsmaðurinn fór svo í eldvarnarbúning með öllu tilheyrandi og fengu allir sem vildu að koma við og skoða. Eftir skemmtilega heimsókn og fræðslu skelltu allir sér svo út og fengu að skoða sjúkrabílinn sem stóð fyrir utan. Kakkarnir sungu svo fyrir gestina og að lokum óku þeir í burtu með blikkandi ljós og létu aðeins heyrast í sírenunni bara fyrir krakkana. 
Slökkviliðið kvaddi alla með flottri gjöf og þökkum við þeim fyrir heimsóknina og góða fræðslu.

Fleiri myndir eru í myndasafni skólans.

null

Til baka
English
Hafðu samband