Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

100 miðaleik lokið

19.11.2013
100 miðaleik lokið

Nú er 100 miða leiknum lokið. Eins og nafnið á leiknum segir til um eru það alls 100 nemendur sem fengu hrósmiða fyrir að sýna fyrirmyndarhegðun, 44 drengir og 56 stúlkur. Í skólanum eru alls 134 drengir og 167 stúlkur. Fyrir leikinn er búið að ákveða vinningsröð sem að þessu sinni var lóðrétt frá 6 til 96.  Þeir nemendur sem voru svo heppnir að draga númer á vinningsröðinni eru: Sóldís Eik 6. EÁ, Sandra 6. EÁ, Lovísa Lena 1. SG, Ingunn Anna 6.EÁ, Anna Bryndís 1. MT, Helga María 5  ára bekk, Magnús Skúli 2. AG, Anna Emilía 2.RS, Sigmundur Kári 2.AG og Sóley Lilja 4. RG. Vinningshöfum var boðið í veislu með stjórnendum á kaffistofu starfsmanna í dag. Fleiri myndir eru í myndasafni skólans.


 

Til baka
English
Hafðu samband