Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. bekkur kveður

07.06.2013
7. bekkur kveður

Síðdegis í gær kvöddum við 7. bekk við hátíðlega athöfn. Ólöf Sigurðardóttir skólastjóri flutti ávarp til nemenda. Helga María aðstoðarskólastjóri tilkynnti úrslit í ljóðakeppni skólans og voru vinningshafarnir kallaðir upp á svið þar sem þeir lásu upp ljóð sín og fengu viðurkenningar. Vinningshafarnir voru þær Bríet Eva Gísladóttir, Margrét Jóhannesdóttir og Jónína Marín Benediktsdóttir. Þá komu félagar frá Kiwanisklúbbnum og veittu verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku og voru það þau Jónína Marín Benediktsdóttir, Margrét Jóhannesdóttir og Stefán Orri Eyþórsson sem hlutu þau. Allmargir aðrir nemendur hlutu viðurkenningar m.a. fyrir stærðfræði, dönsku, list- og verkgreinar, íþróttir, framfarir í skólastarfi, sérstaka hjálpsemi, prúðmennsku, þrautseigju og vinnusemi. Halla Rósenkranz flutti síðan nokkur kveðjuorð til nemenda og Viktor Ingi Þrastarson sagði frá árunum sínum í Flataskóla. Elísabet Vilhjálmsdóttir spilaði Abba lagið "I hvae a dream" fyrir okkur á píanó. Nemendur fengu að því loknu vitnisburð sinn og gengið var að glæsilegu hlaðborði sem foreldrar lögðu til. Var það samróma álit þeirra er komu að máli við þetta tilefni að þessi hópur hafi verið með eindæmum glæsilegur og prúður og öllum til sóma. Er því nokkur eftirsjá að þeim héðan úr skólanum, en við óskum þeim góðs gengis á lífsbrautinni og vonandi verða þau áfram svona glæsilegir fulltrúar síns árgangs.

 

 null null 
Til baka
English
Hafðu samband