Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

6. bk. útikennsla

23.05.2013
6. bk. útikennsla

Nemendur í sjötta bekk fengu útikennslu í eðlisfræði í góða veðrinu um daginn og fengust við verkefni úr nánasta umhverfi sínu. Þeir fengu það verkefni að mæla hraða bíla sem óku eftir Vífilsstaðavegi en þar er 50 km hámarkshraði. Þeir mældu 100 m vegalengd með málbandi og hraðann með skeiðklukku. Síðan umbreyttu þeir m í km og sek. í klst. og fundu út hraða bílanna. Nemendur reiknuðu síðan meðalhraðann sem var 32 km/klst. sem er góður ökuhraði á Vífilstaðavegi.

Öðru sinni fóru nemendur út til þess að mæla fjarlægðina á milli reikistjarnanna. Eitt skref var látið samsvara 100 milljón km. Nemendur settu niður spjöld með líkani af hverri reikistjörnu í sólkerfi okkar. Þegar búið var að marka fyrir öllum reikistjörnunum í beinni línu var vegalengdin u.þ.b. einn km.

Myndir frá útiverunnar eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband