Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

3. RG fær verðlaun frá Mjólkursamsölunni

11.02.2013
3. RG fær verðlaun frá Mjólkursamsölunni

Í morgun fengu nemendur í 3.RG  óvænta heimsókn frá Mjólkursamsölunni, en sendiboðar þaðan komu færandi hendi með verðlaun vegna getraunar sem nemendur voru svo snjallir að geta sér rétt til um er þeir fóru í heimsókn þangað fyrir nokkru. Þeir giskuðu á hve margar fernur væru í ákveðnum mjólkurstafla sem var á staðnum og giskuðu á tölu sem var næst raunverulegu tölunni. Nemendur fengu í verðlaun höfuðfat (buff), litla kælitösku, kókómjólkurfernur og bíómiða. Voru nemendur afar kátir með þessa heimsókn og hægt er að skoða myndir á myndasíðu skólans.


Til baka
English
Hafðu samband