Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

6.HL heimsótti Norræna húsið

08.02.2013
6.HL heimsótti Norræna húsið

Föstudaginn 8. febrúar fóru nemendur í 6. HL í Norræna húsið í tengslum við Norðurlandaverkefni sem þeir eru að vinna að þessa dagana. Þeir fengu heilmikla fræðslu um byggingu hússins og menningu allra Norðurlandanna. Einnig fengu nemendur að hlusta á norræn tungumál og skoða skemmtilegar norrænar bækur. Ferðin var áhugaverð og skemmtileg. Nemendur voru algjörlega til fyrirmyndar. Nýr vefur um Norðurlöndin hefur nýlega verið opnaður þar sem hægt er að finna athyglisverðar upplýsingar um löndin á þeirra tungumáli.Til baka
English
Hafðu samband