Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1. bk. heimsækir Þjóðleikhúsið

23.01.2013
1. bk. heimsækir Þjóðleikhúsið

Það voru spenntir nemendur í 1. bekk sem fóru með strætó til Reykjavíkur í gærmorgun. Nemendum hafði verið boðið að koma og fræðast um Þjóðleikhúsið. Þórhallur Sigurðsson leikstjóri og leikari tók á móti þeim og leiddi inn í ævintýraheim leikhússins. Þar fengu nemendur að sjá smiði að störfum við byggingu á nýju sviði, saumakonur við að hanna búninga og hárgreiðslumeistara við hárkollugerð. Ferðin stóðst allar þær væntingarnar sem nemendur höfðu og gott betur. En til marks um það komst einn nemandi þannig að orði við Þórhall: "Þjóðleikhúsið er uppáhaldsstaðurinn minn".

Myndir frá heimsókninni eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband