Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Höfuðfatadagur

30.11.2012
Höfuðfatadagur

Fimmtudaginn 29. nóvember höfðum við höfuðfatadag. Allir voru hvattir til að koma með skemmtileg höfuðföt þann daginn. Vel flestir brugðust all vel við og komu með  flottan og nýstárlegan höfuðfatnað í tilefni dagsins jafnt nemendur sem starfsfólk. Við lok dagsins voru allir kallaðir á sal þar sem dansað var undir góðri tónlist af netinu dansinn "Gangnman style" og þótti þetta gott uppbrot í tilefni dagsins.

Myndir er hægt að skoða í myndasafni dagsins. 

Til baka
English
Hafðu samband