Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. bekkur í Reykjaskóla

16.10.2012
7. bekkur í Reykjaskóla

Nemendur í sjöunda bekk fóru í Reykjaskóla í Hrútafirði í gærmorgun og verða þeir þar alla vikuna. Þetta eru skólabúðir fyrir krakka á þessum aldri og hafa þær starfað í 24 ár og eru afar vinsælar meðal nemenda. Þarna eru í hverri viku um 100 börn sem una sér við íþróttir, útikennslu og könnun á nánasta lífríki náttúrunnar á staðnum. Á kvöldin eru kvöldvökur og leikir sem nemendur skipuleggja sjálfir. Nú hefur Halla kennari sem er með þeim, sett myndir frá fyrsta degi í myndasafn skólans.

Hér er vefsíða um skólabúðirnar.

Hér er vefsíða með upplýsingum um staðinn

 

null

Til baka
English
Hafðu samband